Byko innleiðir hátækni vöruhús í samstarfi við M7

28. mars 2025

Vélmenni vinna verkið

Myndatexti eða ekki....

Undanfarna mánuði hefur M7 í nánu samstarfi við Byko og Element Logic, innleitt hátæknilausnir í nýju vöruhúsi Byko að Miðhrauni í Garðabæ. 


Autostore uppsetning í vöruhúsinu er sjálfvirk lausn fyrir vörslu og tínslu á vörum fyrir verslanir og viðskiptavini Byko. Þar sem róbottar/vélmenni ráða ríkjum. Vöruhúsateymi M7 sá um samþættingu og aðlaganir í Dynamics AX2012 til að mæta þörfum nýja kerfisins og tyggja fulla virkni. 


Steinn Guðni Einarsson vöruhússtjóri segir: „Samstarfið við sérfræðinga M7 hefur verið frábært. Það var áskorun fyrir okkur að takast á við nýja framsetningu og vinnu í vöruhúsinu þar sem sjálfvirknin ræður ríkjum.  Núna þegar kerfið er komið í gagnið og starfsemin okkar hefur aðlagast, er kominn miklu meiri hraði, yfirsýn og frábært skipulag.“  Nýja vöruhúsakerfið mun annast fjölbreytta vöruflokka og annast á bilinu tíu til tuttugu þúsund vörunúmer.


Við óskum Byko til hamingu með nýja kerfið og þökkum fyrir afar ánægjulegt samstarf í þessu verkefni. 

Eftir M7 M7 1. nóvember 2025
Framúrskarandi Fyrirtæki 2025
Eftir M7 M7 22. október 2025
💗 Bleiki dagurinn hjá M7 💗
16. október 2025
M7 og Docentric hefja samstarf á Íslandi
Eftir M7 M7 16. október 2025
Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki í Rekstri!
26. júní 2025
Nýr fríðindaklúbbur BYKO opnaður - M7 með tæknilega útfærslu
4. júní 2025
Fremstu sérfræðingar Dynamics D365 F&O með vinnustofur og fyrirlestra
23. maí 2025
Reynslumiklir forritarar bætast í hópinn.
7. maí 2025
Nýlega gerðum við samstarfssamning við Ivanti. Ivanti er með höfuðstöðvar í South Jordan, Utah í Bandaríkjunum með yfir þrjú þúsund starfsmenn. Ivanti hafa þróað Velocity hugbúnað fyrir handtölvur sem notaðar eru hjá mörgum af okkar viðskiptavinum. Velocity hugbúnaðurinn er öflugur vafri fyrir fyrirtæki í iðnaði og framleiðslu. Samstarfsaaðili eins og Ivanti mun styrkja ennfrekar víðtæka þjónustu okkar við handtölvur hjá okkar viðskiptavinum. Heimasíða þeirra er www.ivanti.com
10. apríl 2025
Nýjar íslenskar M7 lausnir í Dynamics D365 F&O og AX
17. mars 2025
M7 og viðskiptavinir fara á ráðstefnu í maí 2025