Framúrskarandi Fyrirtæki 2025
Framúrskarandi Fyrirtæki 2025

M7 er Framúrskarandi Fyrirtæki 2025
M7 er á meðal einungis 2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo og hljóta þannig viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki.
Þetta er ekki bara viðurkenning fyrir fyrirtækið sjálft – þetta er viðurkenning fyrir fólkið okkar. 🥰
Hver og einn starfsmaður leggur sitt af mörkum daglega til að skapa traustan, faglegan og jákvæðan vinnustað þar sem samvinna, ábyrgð og metnaður ráða ríkjum.
Við viljum því nýta tækifærið og þakka öllu frábæra M7-teyminu fyrir ómetanlegt framlag. Þetta er árangur sem við náum saman – sigur liðsheildarinnar! 🥰








