Fjörugir forritarar í fimmtíu ár
Hjá M7 bætist stöðugt í fjölda starfsmanna. Nýlega hófu störf hjá fyrirtækinu þrír forritarar, þau Ásta Ægisdóttir, Emil Þór Emilsson og Pálmi Örn Pálmason. Öll hafa þau áralanga reynslu af Microsoft Dynamics AX og D365 Finance & Operation. Auk reynslu af þróun sértækra lausna í fjárhagskerfum. Þau eru öll með langa og mikla reynslu sem spannar samanlegt meira en 50 ár, hálfa öld. Það er mikill fengur að fá slíka liðsfélaga nú þegar vaxandi eftirspurn fyrirtækja er um uppfærslur, séraðlagnir og nýjungar í fjárhagskerfum sínum. Þau eru öll boðin velkomin til starfa.

