Afhverju uppfæra AX í D365 Finance & Operation?

11. desember 2024

M7 og Microsoft svara því hér í þessari grein

Afhverju uppfæra úr AX í  Dynamics D365 Finance & Operation? 


Helstu ástæður uppfærslu eru: 


  • Eldri AX-kerfi njóta ekki lengur stuðnings Microsoft 
  • Öryggi gagna tryggð í hýsingu Microsoft með D365 F&O 
  • Nýjustu útgáfur kerfisins í notkun hverju sinni 
  • Betra notendaviðmót, hraðara kerfi, gagnaöryggi 
  • Auðveldari samþætting við önnur kerfi, PowerPlatform og kerfi Microsoft 
  • Lægri rekstrarkostnaður 


Dynamics AX2009 og AX2012 hafa ekki lengur stuðning frá Microsoft, þeim stuðningi  (end of support) lauk í október 2021 fyrir AX 2009 og janúar 2023 fyrir AX2012.  Það þýðir til að mynda engar öryggisuppfærslur þessara eldri kerfa eru í boði lengur.   Aðrar ástæður sem knýja viðskiptavini okkar til uppfærslu eru atriði eins og  skýjavæðing á vörslu gagna og kerfis.  D365 F&O er skýjalausn frá Microsoft,  það þýðir að notendur eru alltaf með nýjustu útgáfu kerfisins í notkun, reglubundnar uppfærslur koma frá Microsoft og  tryggja nýjustu öryggisstaðla. 


Nýtt og nútímalegt viðmót í vafra leysir af eldra viðmót, og auðveldar alla notkun.  Öryggi kerfisins er tekið á enn hærra stig með nýrri nálgun Microsoft í hönnun þeirra þátta. Samþættingarmöguleikar D365 F&O við önnur kerfi Microsoft er líka afar auðveld og allt gert til að nýta önnur vinnutól og kerfi frá Microsoft samhliða. 


Þetta hafa margir af okkar viðskiptavinum okkar séð sem mikinn kost. Eitt af aðalsmerkjum kerfisins er síðan lægri rekstrarkostnaður en í eldri kerfum. 


Hagræðing í rekstri kerfisins tengist hýsingarkostnaði og vörslu gagna sem sífellt verður umfangsmeiri. 


Við hjá M7 mælum með og tökum að okkur að uppfæra okkar viðskiptavini í D365 F&O. 


26. júní 2025
Nýr fríðindaklúbbur BYKO opnaður - M7 með tæknilega útfærslu
4. júní 2025
Fremstu sérfræðingar Dynamics D365 F&O með vinnustofur og fyrirlestra
23. maí 2025
Reynslumiklir forritarar bætast í hópinn.
7. maí 2025
Nýlega gerðum við samstarfssamning við Ivanti. Ivanti er með höfuðstöðvar í South Jordan, Utah í Bandaríkjunum með yfir þrjú þúsund starfsmenn. Ivanti hafa þróað Velocity hugbúnað fyrir handtölvur sem notaðar eru hjá mörgum af okkar viðskiptavinum. Velocity hugbúnaðurinn er öflugur vafri fyrir fyrirtæki í iðnaði og framleiðslu. Samstarfsaaðili eins og Ivanti mun styrkja ennfrekar víðtæka þjónustu okkar við handtölvur hjá okkar viðskiptavinum. Heimasíða þeirra er www.ivanti.com
10. apríl 2025
Nýjar íslenskar M7 lausnir í Dynamics D365 F&O og AX
Two robots are sitting on a conveyor belt in a warehouse.
28. mars 2025
Vélmenni vinna verkið
17. mars 2025
M7 og viðskiptavinir fara á ráðstefnu í maí 2025
A large blue and white ship is floating on top of a body of water.
24. febrúar 2025
Björgun innleiðir D365 F&O
Two men are standing in front of a shelf with figurines on it.
12. nóvember 2024
Slysavarnarfélagið Landsbjörg