Árið 2025 – Hvað gerist á árinu? Svarið er hér
Áramótaspá M7

Gleðilegt ár kæru lesendur. Allt er komið í fullann gang hjá okkur í M7 eftir hátíðarnar. Um áramót er kærkomið að velta fyrir sér komandi ári. Við hjá M7 horfum til framtíðar.
Áramótaspáin okkar er þessi:
- Fjöldi viðskiptavina mun uppfæra í D365 Finance and Operation
- Sjálfvirkni í vöruhúsum og bókhaldi fyrirtækja verður fyrirferðamikil
- Nýjar lausnir gervigreindar og ýmisskonar virkni til hagræðingar verða innleiddar hjá viðskiptavinum M7 og stór hluti mannlegs innsláttar mun hverfa
- Krafa um aukna skilvirkni, hraða og öryggi verður aukin til allra bókhaldskerfa
Úti í hinum stóra heimi eru spádómar um að á árinu 2025 muni gervigreindin taka við ýmsum verkefnum. Verkefni sem við höfum hingað til talið aðeins á færi mannlegar hegðunar og hugsunar. Grevigreindin er að verða betri og betri í að skoða gögn, greina gögn og finna teikna út lógíska hegðun út frá gögnunum og finna þá hratt hegðun í þeim sem ekki fellur undir þessa lógísku hegðun og benda á þau tilvik, þannig getur gervigreindin t.d. hjálpað til við að finna tekjuleka eða kostnaðarleka.
Bilið þarna á milli tækni og mennsku, verður stöðugt minna. Og stutt í rauntímaákvarðanir gervigreindar á öllum mögulegum sviðum. Við munum stöðugt þurfa að vera á varðbergi yfir því sem við sjáum og heyrum. Orðatiltækið „að trúa ekki sínum eigin augum“ verður mikið notað árið 2025.


