Björgun - Innleiðir D365 F&O
Björgun innleiðir Dynamics D365 Finance & Operation

Björgun ehf er malarnámufyrirtæki sem í samstarfi við M7 hefur innleitt D365 Finance and Operation. Undirbúningur og framkvæmdin hefur nú staðið í nokkra mánuði og lauk nýverið þegar félagið skipti úr Dynamics Ax2009 í D365 F&O. Það er alltaf ánægjulegt í svona stórum verkefnum þegar vel gengur og samstarfið er gott eins og í þessu tilfelli.
Starfsmenn Björgunnar höfðu á orði hversu vel hefði gengið að innleiða kerfið og ótti starfsfólks við innleiðingu á nýju kerfi hefði reynst óþarfur. Við hjá M7 tökum undir það en gott samstarf er alltaf lykillinn að velheppnaðri innleiðingu.
Björgun er yfir 70 ára gamalt fyrirtæki og á fullri ferð inní framtíðina. Við óskum félaginu til hamingju með innleiðingu nýja viðskiptakerfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.


