M7 fjórða besta fyrirtækið árið 2024 á Íslandi
M7 hefur enn eitt árið verið í efstu sætum lista VR yfir Fyrirmyndarfyritæki og Fyrirtæki ársins. Á lista yfir öll fyrirtæki í könnun VR sem eru 211 er M7 í fjórða sæti. VR leggur upp með að meta ánægju starfsmanna í fyrirtækjunum sjálfum. Allir starfsmenn M7 svöruðu könnun VR í ár, 100% svörun hjá okkar fólki. M7 hefur frá stofnun gert sér far um að bjóða uppá framúrskarandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi. Viðurkenning VR staðfestir þann metnað og vinnu sem M7 stendur fyrir í þessum efnum. Vinnustaðurinn er þó fyrst og síðast starfsfólkið sjálft og sú menning sem það skapar. Við erum afar stolt að hafa fengið þessa viðurkenningu.

