Vélmenni í Vöruhúsum
Vélmenni í vöruhúsum – M7 skrifar lausnir

Forritarnir okkar eru komnir á fullt í spennandi verkefni fyrir viðskiptavin sem ætlar að sjálfvirknivæða vöruhúsið hjá sér. Nota vélmenni og sjálfvirkar tínslur, til þess að spara pláss og auka hraðann á afgreiðslu til viðskiptavina sinna. Okkar fólk í M7 er að samþætta vöruhúsakerfið við AX-kerfið og tryggja gott flæði á milli þessara ólíku kerfa. Það er greinilega vaxandi áhugi á sjálfvirknivæðingu enda er margþættur sparnaður sem hlýst af slíku fyrirkomulagi. Vélmenni í vöruhúsum hafa í fjölda ára verið við störf í útlöndum. En nú er áhuginn að aukast á þessu á Íslandi. Ráðgjafar okkar eru alltaf til í spjall - viltu vélmannað vöruhús?

